Kveikjur

Snillismiðjur í Hólabrekkuskóla

Í þessu myndbandi kynnir Engilbert Imsland, kennari í Hólabrekkuskóla Snillismiðju skólans og hvernig hann nýtir hana í tengslum við kennslu.

Vináttuverkefni Barnaheilla

Á vef Barnaheilla má finna verkefnið Vináttu. Það byggir á nýjustu rannsóknum á aðgerðum gegn einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem mikilvægt er að séu samofin öðru starfi þeirra skóla sem vinna með efnið.  Vináttu-verkefnið býður upp á raunhæf verkefni fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Þátttaka allra í þessu forvarnarverkefni er grundvöllur þess …

Vináttuverkefni Barnaheilla Read More »

Á ferð um samfélagið

Á ferð um samfélagið er rafbók fyrir unglinga á vef Menntamálastofnunar um þjóðfélagsfræði. Fjallað er um samfélagið frá ýmsum hliðum, s.s. um ólíka siði, menningu, stjórnmál, viðmið og frávik, alþjóðasamfélagið og mannréttindi. Höfundur er Garðar Gíslason.

Litli kompás – mannréttindamenntun fyrir börn

Rafræn handbók á vef Menntamálastofnunar sem ætluð er kennurum og leiðbeinendum sem stuðningur í mannréttindafræðslu barna. Litli-kompás byggir á sömu hugmyndafræði og kennsluaðferðum og Kompás sem margir þekkja. Þar er beitt óformlegum náms- og kennsluaðferðum og fyrirkomulagi sem veitir notendum bókarinnar bæði fræðilegan og hagnýtan stuðning. En ólíkt Kompás, sem er skrifaður fyrir unga fólkið …

Litli kompás – mannréttindamenntun fyrir börn Read More »

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Almennar upplýsingar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sáttmálinn í heild sinni. Barnasáttmálinn og verkefni honum tengd er til á ýmsum tungumálum sem sækja má á vefinn.

Kompás – mannréttindamenntun fyrir ungt fólk

Rafræn handbók á vef Menntamálastofnunar sem inniheldur fjölmörg verkefni sem hægt er að styðjast við í fræðslu um mannréttindi. Mikilvægi mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk verður sífellt ljósara, ekki aðeins sakir þess að hún skiptir miklu fyrir samfélagið, heldur einnig vegna þess að ungt fólk kann að meta verkefni af þessu tagi og nýtur góðs af …

Kompás – mannréttindamenntun fyrir ungt fólk Read More »

Sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga

Á þessari vefsíðu, sem er samstarfsverkefni námsráðgjafa, kennara, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga eru margvíslegar upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga. Einnig hagnýt ráð og skemmtileg verkefni sem hægt er að vinna með börnum og unglingum alla grunnskólagönguna. Sjá upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga.

Áttavitinn – upplýsingagátt

Á Áttavitanum má finna alls slags upplýsingar fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára um nám, vinnu, heilsu, frístundir, kynlíf, staðalmyndir, fjármál og margt fleira.

Alls kyns um kynþroskann

Á vef Menntamálastofnunar er fræðslumyndbandið Alls kyns um kynþroskann. Höfundur þess er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Þetta er teiknimynd sem ætluð er fyrir nemendur á miðstigi. Myndin er ágætis kveikja að umræðum í nemendahópum. Skoða fræðslumyndbandið.

Scroll to Top
Scroll to Top