Vefsvæði

Að byrgja brunna

Glærukynning Helgu Kristinsdóttur sálfræðings á mikilvægi markvissrar kennslu í félagsfærni á leikskólaárunum.   

Mannkostamenntun – The Jubilee Center

Umfjöllun um mannkostamenntun á heimasíðu The Jubilee Center sem er bresk rannsóknarmiðstöð. Breska rannsóknarmiðstöðin The Jubilee Center starfar undir Háskólanum í Birmingham og beinir sjónum að mannlegu eðli, dyggðum og gildum.

Greinasafn um heimspeki

Vefsvæði hjá Háskóla Íslands þar sem umfjöllunarefnið er gagnrýnin hugsun og siðfræði en þeir sem standa að síðunni eru Rannsóknarstofa um Háskóla, Heimspekistofnun og Siðfræðistofnun. Fræðilegar greinar og skýrslur ætlaðar fyrir starfsfólk sem stuðningur í kennslu, sem endurmenntun og sem kennsluefni.

Mikilvægi tengslakönnunar

Upplýsingar á ensku um tilfinningagreind og tengslakannanir og hvers vegna þær eru mikilvægar. Þessar upplýsingar eru á heimasíðu alþjóðlegra félagasamtakanna 6seconds sem leggja áherslu á að styðja við fólk, líka starfsfólk skóla, sem vill bæta tilfinningagreind.

Börn og miðlanotkun

Á vef Heimilis og skóla er gagnleg handbók fyrir foreldra barna á grunnskólaaldri og aðra um leiðir til að tryggja örugga miðlanotkun barna. Börn eiga rétt á að njóta öryggist og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og fullorðnir bera ábyrgð að kynna ólíka miðla og þau tækifæri sem í þeim felast. Mikilvægt er að …

Börn og miðlanotkun Read More »

Réttindaskóli og réttindafrístundastarf

Á heimasíðu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru upplýsingar um hvað felst í hugmyndafræðinni um Réttindaskóla og Réttindafrístundastarf. Hugmyndafræði tekur mið af Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda. Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem vinna eftir líkaninu leggja Barnasáttmálann til grundvallar í öllu starfi sínu; skipulagningu, …

Réttindaskóli og réttindafrístundastarf Read More »

Calm – frítt núvitundarapp á netinu

Þeir sem vinna með börnum og ungmennum geta sótt um frían aðgang að Calm-appinu. Þar má finna fjölmargar núvitundaræfingar með leiðsögn á ensku, tónlist, róandi umhverfishljóð og sögur sem hægt er að hlusta á, t.d. í slökun og fyrir háttatíma. Hægt er að sækja skólaútgáfu af appinu á ensku vefnum.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Almennar upplýsingar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sáttmálinn í heild sinni. Barnasáttmálinn og verkefni honum tengd er til á ýmsum tungumálum sem sækja má á vefinn.

Allir eiga rétt

Á vef UNICEF (Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna) er kennsluefni fyrir unglinga um réttindi sín og skyldur og þar sem þeir eru hvattir til að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Sjá kennsluefni. 

Handbók um borgaramenntun og mannréttindi

Rafræn handbók fyrir kennara á vef Menntamálastofnunar sem hefur það að markmiði að styðja við menntun á sviði borgaramenntunar og mannréttinda svo að þeir sem sinna slíku námi geti verið betri í að miðla á þeim sviðum.

Scroll to Top
Scroll to Top