Félagsfærni

Allir með – valnámskeið

Samstarfsverkefni Hagaskóla, Laugalækjarskóla, Frosta félagsmiðstöðvar og Kolbrúnar Þ. Pálsdóttur HÍ. Markmiðið er einkum að rjúfa félagslega einangrun nemenda af erlendum uppruna á markvissan hátt og veita þeim stuðning í námi og félagslífi. Einnig að gefa íslenskum nemendum tækifæri til þess að kynnast þessum samnemendum sínum á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt og stuðla þannig að samfélagslegri …

Allir með – valnámskeið Read More »

Efling siðfræðikennslu í frístundastarfi

Markmið verkefnisins er að efla hina siðfræðilegu vídd frístundastarfsins: Að gera starfsfólki og börnum auðveldara fyrir að ræða hinn siðferðilega veruleika með gagnrýna hugsun í fararbroddi þannig að börnin skilji þær reglur, boð og bönn sem í honum felast. Við teljum verkefnið stuðla að siðferðilegri yfirvegun, dómgreind og gagnrýninni hugsun barnanna og auka fagmennsku starfsfólks. …

Efling siðfræðikennslu í frístundastarfi Read More »

Mikilvægi gagnreyndra aðferða í félagsmiðstöðvastarfi

Samstarfsverkefni frístundamiðstöðvanna Kringlumýrar og Miðbergs, Vinnuskólans og HÍ. Markmið verkefnisins er að efla sjálfsmynd, auka félagsfærni og stuðla að heilbrigði. Unnið er með félagslega einangraða einstaklinga í samráði við grunnskóla, félagsmiðstöð, þjónustumiðstöð og foreldra. Skólaárið 2019-2020 fékk verkefnið 500.000 kr. í styrk.

Ungmennaráð sértækra félagsmiðstöðva

Samstarfsverkefni Miðbergs, Gufunesbæjar, Kringlumýrar, Tjarnarinnar og Öryrkjabandalags Íslands. Markmiðið er að sameina raddir sértæku félagsmiðstöðvanna og skapa vettvang fyrir þau til að láta skoðanir sínar á ýmsum málefnum í ljós. Ungmennin verða virkir þátttakendur í málefnum sem snerta þau. Skólaárið 2019-2020 fékk verkefnið 1.000.000 kr. í styrk

Föruneyti félagsmiðstöðvar

Þróunarverkefnið Föruneytið hefur það að markmiði að efla félagslegt taumhald barna og unglinga. Ísland hefur verið í fararbroddi þegar kemur að forvörnum og höfum við oftar en ekki komið í fréttum erlendis þar sem íslenska forvarnamódelið er tekið til fyrirmyndar. Ótrúlegur árangur hefur náðst síðustu ár með módelinu, meðal annars með því að efla þátttöku …

Föruneyti félagsmiðstöðvar Read More »

Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag

Samstarfsverkefnis fjögurra  leikskóla víðs vegar í borginni og unnið er í samstarfi við Rannung. Markmiðið er að efla fagmennsku deildarstjóra og annars starfsfólks leikskóla í þeim tilgangi að ná fram markmiðum sem sett hafa verið fram í nýrri menntastefnu Reykjavíkur um læsi, sjálfseflingu, skapandi hugsun, félagsfærni og heilbrigði barna. Einnig að styrkja leikskólann sem lærdómssamfélag …

Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag Read More »

Útivist og útinám í Grafarvoginum

Samstarfsverkefni allra frístundaheimila í hverfinu. Markmiðið er að virkja börn til aukinnar útiveru og tryggja að öll börn kynnist útivist og útinámi með markvissum hætti í frístundaheimilinu. Að stuðla að aukinni vellíðan, sjálfseflingu og félagsfærni í gegnum viðfangsefni í útivist og útinámi. Skólaárið 2019-2020 fékk verkefnið 3.000.000 kr. í styrk.

Rafíþróttir í 110 og 113

Samstarfsverkefni frístundamiðstöðvarinnar Ársels,íþróttafélagsins Fylkis, þjónustumiðstöðvar Árbæjar og grunnskólanna í Árbæ, Grafarholti, Norðlingaholti og Úlfarsárdal. Markmiðið er að ná til þeirra barna sem ekki eru félagslega virk vegna tölvunotkunar og hafa ekki verið að stunda skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Með rafíþróttum verður leitast við að efla félagsfærni barna, efla sjálfsmyndina þeirra og stuðla að heilbrigðum lífstíl. …

Rafíþróttir í 110 og 113 Read More »

Skólafélagsfærni PEERS

Samstarfsverkefni nokkurra grunnskóla í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum, þjónustumiðstöð hverfisins ásamt einni félagsmiðstöð og einu frístundaheimili. Markmiðin með þessu verkefni eru að: • Innleiða skólafélagsfærni PEERS í sex grunnskólum, á einu frístundaheimili og í einni félagsmiðstöð. • Auka við þekkingu fagmenntað starfsfólks í að kenna börnum félagsfærni eftir raunprófaðri aðferð sem hefur gefið góðan árangur …

Skólafélagsfærni PEERS Read More »

Það þarf heilt þorp; samstarfsverkefni um félagsfærni og sjálfseflingu

Samstarfsverkefni leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs í Bakkahverfinu í Breiðholti. Að búa börn hverfisins undir virka þátttöku í fjölmenningar- og fjölþjóðlegu lýðræðissamfélagi, efla hæfni barna í jákvæðum og árangursríkum samskiptun,færni í samstarfi, að setja sig í spor annarra og sýna góðvild og virðingu, efla tilfinningalæsi, réttlætiskennd og leiðtogahæfni barnanna ofl. Skólaárið 2019-2020 fékk verkefnið 5.500.000 kr. …

Það þarf heilt þorp; samstarfsverkefni um félagsfærni og sjálfseflingu Read More »

Scroll to Top
Scroll to Top