Menntastefnumót
10. maí 2021

Menntastefnumót - 10. maí 2021

MENNTASTEFNUMÓTIÐ er uppskeruhátíð þess þróunar- og nýsköpunarstarfs sem hefur sprottið upp í skóla- og frístundastarfi borgarinnar í tengslum við innleiðingu menntastefnu frá ársbyrjun 2019. Á mótinu verður ennfremur boðið upp á erlenda og innlenda fyrirlestra um menntamál, tónlist og aðra listviðburði. 

Lokað verður á öllum starfsstöðum skóla- og frístundasviðs þennan dag til að tryggja að þið getið öll tekið þátt. TAKIÐ DAGINN FRÁ!

Menntastefnumótið er okkar allra - Segjum frá því áhugaverða starfi sem unnið er á hverjum degi í skóla- og frístundastarfi borgarinnar

Verkefnin geta verið mjög fjölbreytt bæði stór og smá. Aðferðir við framsetningu og kynningu verða fjölbreyttar; menntabúðir, vinnusmiðjur, fyrirlestrar, myndbönd og margt margt fleira.

Athugið að senda verður inn hugmyndir í síðasta lagi mánudaginn 22. mars.
Frestur til að skila inn fullbúnu efni verður 26. apríl.

Scroll to Top