MENNTASTEFNUMÓTIÐ er uppskeruhátíð þess þróunar- og nýsköpunarstarfs sem hefur sprottið upp í skóla- og frístundastarfi borgarinnar í tengslum við innleiðingu menntastefnu frá ársbyrjun 2019. Á mótinu verður ennfremur boðið upp á erlenda og innlenda fyrirlestra um menntamál, tónlist og aðra listviðburði.