Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Kynfræðsluspjöld

Frístundamiðstöðin Tjörnin og Jafnréttisskóli Reykjavíkurborgar í samstarfi við Háskóla Íslands, hinsegin félagsmiðstöð samtakanna 78 og Tjarnarinnar og ráðgjafaþroskaþjálfa ætla að búa til kynfræðsluspjöld og meðfylgjandi handbók sem starfsfólk á vettvangi getur nýtt sér til þess að efla kynheilbrigði unglinga. Spjöldin eru hugsuð í svipuðum tilgangi og styrkleika- eða tilfinningaspjöld þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva, námsráðgjafar, kennarar eða hjúkrunarfræðingar geta notað fróðleiksmola og kveikjur til að efla kynheilbrigði unglinga. Spjöldin eru ætluð 13-16 ára unglingum. Í handbókinni verða svo uppskriftir að hópastörfum, verkefni og leiðbeiningar til að valdefla starfsfólkið sem leiðtoga í kynfræðslunni. Verkefnin og hópastarf væru blanda af sjálfseflingu, sjálfsþekkingu, gildisvinnu, samkennd og núvitund. Starfsfólk gæti því nýtt spjöldin í einni kennslustund/hittingi/opnun til að hefja líflegar umræður eða leitt áfram djúpa vinnu með hópi með það að markmiði að efla kynheilbrigði þeirra.

 

Verkefnastjóri er Eva Halldóra Guðmundsdóttir.

Verkefnið hlaut 4.000.000 kr. styrk úr B-hluta þróunarsjóðar 2022-2023.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Starfsstaður Frístundastarf
Viðfangsefni Fagmennska og samstarf, virkni barna og þátttaka, að láta draumana rætast, sjálfsefling, félagsfærni, heilbrigði, læsi, sköpun.
Scroll to Top