Grunnskólaverkefni í sameinuðu hverfi Austurmiðstöðvar með það að markmið að vinna að eflingu og samræmingu innra mats og umbótastarfs í öllum fimmtán grunnskólum hverfisins. Innra mat skóla er lykilatriði í því að bæta skólastarf. Með innra mati er skólum gert kleift að byggja ákvarðanir um starfið með meðvituðu, formlegu mati þar sem skólasamfélagið skoðar hvernig skólinn stendur sig, hvað vel er gert og hvað þarf að bæta, með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Innra mat snýst með öðrum orðum um að skólasamfélagið læri saman, hampi því sem vel er gert og vinni saman að umbótum.
Verkefnastjóri er Bára Birgisdóttir.
Verkefnið hlaut 5.000.000 kr. styrk úr B-hluta þróunarsjóðar 2022-2023.