Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Austur-Vestur sköpunarsmiðjur

Í þessu myndbandi er sagt frá þróunarverkefninu Austur – Vestur, samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla um sköpunarsmiðjur.

Markmið verkefnisins er að stuðla að aukinni sköpun og notkun tækni í skólastarfi, tengslum náms við samfélagið, breytingastarfi og því hvernig skólinn fer að því að mæta í verki ákalli um nútímalegt og uppbyggilegt skólastarf.

Skólarnir deila verkefnum og reynslu sín á milli til þess að læra hver af öðrum sem stuðlar að góðu samstarfi. Gott samstarf kennara í teymiskennslu, samstarf verkefnastjóra, stjórnenda og rannsóknateymis frá Menntavísindasviði eru lykilatriði við framgang verkefnisins.

Verkefnið hlaut styrk í B-hluta þróunar og nýsköpunarsjóðs Skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2019-2020, 2020-2021 og 2021-2022.  Það fékk hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í flokki samstarfsverkefna 2021 og var tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna 2021 sem frábært þróunarverkefni.

Meira um Austur-Vestur sköpunarsmiðjur.

Tenging við menntastefnu Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Ítarefni, Myndbönd
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni Sköpun, sköpunarkraftur, teymiskennsla, tæknilæsi, upplýsingatækni, virkni
  • Austur-Vestur sköpunarsmiðjur

Scroll to Top