Áhugavert og skemmtilegt námsefni um janfrétti og jafnréttisbaráttuna ætlað nemendum í 5.-10. bekk grunnskóla. Kvenréttindafélag Íslands gefur námsefnið út.
Kennsluefnið er ætlað efri bekkjum grunnskóla, 5.-10. bekk.
Í því eru sex æfingar og eitt hópverkefni. Hver æfing stendur sjálfstætt og gæti átt heima í námsgreinum eins og samfélagsfræði, sögu, íslensku og stærðfræði.
Á vef Kvenréttindafélagsins má einnig finna kennsluefnið í prentvænni pdf útgáfu. Þar eru kennsluáætlanir fyrir æfingarnar og hópverkefnið, með tilheyrandi hæfniviðmiðum og lýsingum á nauðsynlegum gögnum. Framkvæmd kennslustundarinnar er lýst í skrefum.