Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Samtal um fagið – fjölmenning og skólastarf

Í þessu myndbandi er rætt um nýtt einingabært námskeið við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmið þess er að efla þekkingu nemenda af erlendum uppruna á sviði menntunarfræða og fjölmenningar. Nemendur ræða leiðir hvernig þau geti nýtt þeirra eigin reynslu, menningu og tungumál í námi, starfi og samskiptum við samnemendur og samstarfsfólk.

Námskeiðið er samþykkt sem opið námskeið og er aðgengilegt bæði nemendum HÍ sem og starfsfólki leik- og grunnskóla af erlendum uppruna, sem vilja bæta við sig þekkingu.

Upptakan er frá menntastefnumóti skóla- og frístundasviðs vorið 2021.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni, Myndbönd
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni Fjölbreytileiki, íslenska sem annað mál,
  • Samtal um fagið - fjölmenning og skólastarf

Scroll to Top