Heilbrigði, Sjálfsefling, Sköpun
Teiknaðu tilfinninguna
Tenging við menntastefnu
Heilbrigði, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis
Kveikjur, Verkefni
Markhópur
Börn á grunnskólaaldri
Viðfangsefni
Andleg og félagsleg vellíðan, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun
-
Hvernig líður okkur í dag?
Æfing í að tjá sig öðruvísi en munnlega. Prófaðu að leyfa nemendum að tjá sig í gegnum teikningu. Spurningar eins og: Hvernig veður lýsir þér í dag? Teiknaðu veðrið innra með þér. Á meðan getur kennari velt upp mismunandi veðurbrigðum og fyrirbærum og hvað það er hægt að túlka á marga vegu. Aðrar tillögur að spurningum: Hvert er þitt innra dýr? Ertu dýr eða planta? Hvaða húsgagn væri þú ef þú værir húsgagn? Hvernig form lýsir þér best? Hvaða litur?
👆 Smelltu á myndina til að stækka hana 👆