Gæðamat í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi er orðið órjúfanlegur hluti af starfsemi þeirra. Mikið af gögnum verður til í daglegu skóla- og frístundastarfi þar sem starfsfólk tekur ótal ákvarðanir á degi hverjum sem byggja á mati og gögnum.
Mat sem unnið er unnið upp úr þessum gögnum kallast innra mat/sjálfsmat og byggir á því að starfsfólk vinni í anda lærdómssamfélags, dragi fram það sem vel er gert og vinni saman að umbótum í kjölfarið. Mikilvægt er að innra mat/sjálfsmat sé meðvitað og formlegt, meðal annars með markvissum samræðum, skráningu og greiningu gagna.