Þróunarsjóður

Leikskólum, grunnskólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum í Reykjavík gefst kostur á að sækja um styrki frá skóla- og frístundaráði borgarinnar.

Árið 2024 verður eingöngu úthlutað styrkjum til A-hluta verkefna og er umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2024. Gert er ráð fyrir að verkefni verði framkvæmd árið 2024 og er heildarupphæð úthlutunar 100MKR.

Forsenda styrkveitingar er að verkefnin byggi á Menntastefnu Reykjavíkur „Látum draumana rætast“ þar sem leiðarljósið er virkni og þátttaka barna, fagmennska og samstarf. Grundvallarþættir stefnunnar eru fimm: félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði og skulu þróunar- og nýsköpunarverkefni tengjast einum eða fleirum þessara þátta og/eða endurspegla yfirskrift, leiðarljós og framtíðarsýn stefnunnar: Í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag.

A-hluti. Styrkir sem veittir eru til allra grunnskóla, leikskóla, frístundamiðstöðva og skólahljómsveita út frá einföldu og skýru umsóknarferli. Fjárhæðir styrkja eru ákveðnar út frá reiknireglu sem tekur til fjölda árlegra stöðugilda, barnafjölda og rekstrarumfangs.

B-hluti. Stærri samstarfsverkefni þar sem gerð er krafa um þverfaglegt samstarf á milli starfseininga s.s. eins og milli skólastiga, frístundamiðstöðva, skólahljómsveita eða annarra skóla eða starfsstaða innan sem utan hverfis. ATH. Ekki verður úthlutað styrkjum til B-hluta verkefna árið 2024

Scroll to Top
Scroll to Top