Starfsþróun

  • 8271b1b1f14eb0710cbfeba8ea7f125ade13fee9 Fræðsla og ráðgjöf

Leitast er við að veita starfsfólki rík tækifæri til starfsþróunar og markvissa ráðgjöf og handleiðslu í starfi. 

Starfsfólki býðst að fá fræðslu og ráðgjöf inn á starfsstaði á starfsdögum, kennara-/starfsmannafundum og námskeiðsdögum. Einnig er hægt að óska eftir ráðgjöf í daglegum viðfangsefnum og í tengslum við þróunar- og nýsköpunarverkefni vegna innleiðingar menntastefnu. Þá er boðið upp á námskeiði sem haldin eru fyrir ákveðna markhópa í eitt eða fleiri skipti. 

Hér getur þú kynnt fræðslu og ráðgjöf sem er í boði á vegum SFS.

  • Iconar-59 Fræðsla á starfsstaði
  • Iconar-80 Ráðgjöf og stuðningur

Starfsfólk skrifstofu Skóla- og frístundasviðs veitir fjölbreytta ráðgjöf og stuðning m.a. með miðlun upplýsinga á sérstökum vefsvæðum sem stutt geta við innleiðingu menntastefnunnar og stuðla að þróun og nýsköpun. 

  • Iconar-45 Lærdómssamfélagið

Menntastefna Reykjavíkurborgar hvetur okkur til að þróa skóla- og frístundastarf í skapandi lærdómssamfélag sem mætir þörfum 21. aldarinnar. Til þess að svo megi verða er mikilvægt að skóla- og frístundasvið hafi frumkvæði að því að skapa vettvang sem stuðlar að þróun þess. Með þátttöku í lærdómssamfélagi fær starfsfólk í skóla- og frístundastarfi tækifæri til að tengjast, miðla þekkingu og reynslu ásamt því að byggja upp traust og samvinnu.

  • Iconar-35 Samstarf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Skóla- og frístundasvið og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér að skóla- og frístundasvið greiðir fyrir skipulag og utanumhald sértækra námskeiða og ráðgjöf og leiðsögn frá MVS til starfsstaða og MVS hýsir viðburði og kynnir starfsemi SFS á sviðinu. Má þar nefna viðburði þar sem menntastefnan og áhugaverðar rannsóknarhugmyndir fyrir meistaranema eru kynntar. Einnig viðburði þar sem nýsköpun og þróun í skóla- og frístundastarfi eru kynnt. Starfsstaðir geta óskað eftir að fá fræðslu og ráðgjöf frá kennurum á menntavísindasviði með því að hafa samband við Ester Ýr Jónsdóttur starfsþróunarstjóra á Menntavísindastofnun 

  • Iconar-60 Dagsett fræðsla og ráðgjöf
Scroll to Top