Starfsþróun

  • Iconar-06 Fræðsla og námskeið
  • Iconar-08 Ráðgjöf og stuðningur

Starfsfólk skrifstofu Skóla- og frístundasviðs veitir fjölbreytta ráðgjöf og stuðning m.a. með miðlun upplýsinga á sérstökum vefsvæðum sem stutt geta við innleiðingu menntastefnunnar og stuðla að þróun og nýsköpun. 

  • Iconar-03 Lærdómssamfélagið

Menntastefna Reykjavíkurborgar hvetur okkur til að þróa skóla- og frístundastarf í skapandi lærdómssamfélag sem mætir þörfum 21. aldarinnar. Til þess að svo megi verða er mikilvægt að skóla- og frístundasvið hafi frumkvæði að því að skapa vettvang sem stuðlar að þróun þess. Með þátttöku í lærdómssamfélagi fær starfsfólk í skóla- og frístundastarfi tækifæri til að tengjast, miðla þekkingu og reynslu ásamt því að byggja upp traust og samvinnu.

  • Iconar-04 Samstarf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Skóla- og frístundasvið og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér að skóla- og frístundasvið greiðir fyrir skipulag og utanumhald sértækra námskeiða og ráðgjöf og leiðsögn frá MVS til starfsstaða og MVS hýsir viðburði og kynnir starfsemi SFS á sviðinu. Má þar nefna viðburði þar sem menntastefnan og áhugaverðar rannsóknarhugmyndir fyrir meistaranema eru kynntar. Einnig viðburði þar sem nýsköpun og þróun í skóla- og frístundastarfi eru kynnt. Starfsstaðir geta óskað eftir að fá fræðslu og ráðgjöf frá kennurum á menntavísindasviði með því að hafa samband við Ester Ýr Jónsdóttur starfsþróunarstjóra á Menntavísindastofnun 

ATH! Umsóknarfrestur fyrir sérsniðin námskeið hefur verið framlengdur til 7. desember 2020. 

  • Iconar-01 Sumarsmiðjur 2020

Breytt fyrirkomulag á sumarsmiðjum kennara!

Í ljósi hertra sóttvarnarreglna þurfti að breyta fyrirkomulaga á sumarsmiðjum fyrir kennara. Stór hluti námskeiða var haldinn með glæsibrag í stærri rýmum og á fjarnámskeiðum. 

Enn er ráðgert að halda 11  sumarsmiðju námskeið sem var frestað auk þess sem 9 grunnskólasprota námskeið fyrir aðra starfsmenn grunnskóla sem þurfti að fresta. 

Við mælum með því að þátttakendur kynni sér leiðbeiningar um fjarnámskeið áður en tekið er þátt í slíkum námskeiðum.

  • Iconar-67 Námskeið á haustönn 2020
Heiti námskeiðsDagsetning og tímiStaðsetningNánari upplýsingar
Gerum góðan Skrekk betri17. og 23. september 14:30 - 16:30Borgarleikhúsið Skáning og nánanri upplýsingar
Vellíðan og heilsueflingVinnumiðja 15. október kl. 14:00 - 16:00Mixtúru - Safamýri 5 Skráning og nánari upplýsingar
Vellíðan og heilsuefling8. október kl. 14:00 - 16:00Mixtúru - Safamýri 5 Skráning og nánari upplýsingar
Sjálfsefling og félagsfærni út frá jákvæðri sálfræðiAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
Læsisfimman - Daily five15. og 29. októberFjarnámskeið Upplýsingar um námskeiðið
Smiðja í Mixtúru - tveggja daga námskeið Auglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um smiðjuna
Kami, Google og einstaklingsmiðunAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
Breakout EduAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
Þróunar og nýsköpunarverkefni í menntamálumAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
Halló hamingjaAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
Seigla sigrar vandannAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
Sköpun úr skógarefniAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
  • Iconar-05 Grunnskólasprotar 2020

Grunnskólasprotum 2020 hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ráðlegginga almannavarna í tengslum við Covid-19. 

Gert er ráð fyrir að bjóða upp á öll námskeið síðar.

Heiti námskeiðsDagsetning og tímiStaðsetningNánari upplýsingar
Opinskátt um ofbeldiAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
Einelti og áreitni á vinnustað - á pólsku og íslenskuAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
Einelti og áreitni á vinnustað - á ensku og íslenskuAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
Einelti og áreitni á vinnustað - á íslenskuAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
FrístundalæsiAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
Sérhæfð skyndihjálp fyrir laugar- og baðverði11. ágúst, kl. 08:15 - 16:00Laugardalslaug Upplýsingar um námskeiðið
Ræðum málin: Vinnustofa um samskiptiAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
Word og powerpointAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
Líf og fjör með ADHDAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
Námskeið í meðhöndlun matvælaAuglýst síðarAuglýst síðar Upplýsingar um námskeiðið
  • Iconar-25 Leiðbeiningar um fjarnámskeið

Við mælum með því að allir mæti á fjarnámskeið 15 min áður en þau eiga að hefjast til að tryggja að losað hafi verið um tæknilegar flækjur þegar að námskeiðið hefst.

*Ath. vegna fjarnámskeiða á Zoom! Opnið Zoom fundi í vafra (Fyrst þarf að smella á „launch meeting“ og síðan á „Start from your browser“)
Ekki má hlaða Zoom forritinu niður á tölvuna ykkar. Leiðbeiningar um hvernig á að fara á Zoom fund

* Ath. vegna fjarnámskeiða á Google meet! Þátttakendur þurfa að vera skráðir inn á google reikning til að geta tekið þátt í námskeiðinu. Ekki er nauðsynlegt að um @gskolar.is reikning sé að ræða nema ef námskeiðið nýtir Google Classroom.

Ef það koma upp spurningar varðandi Sumarsmiðjur er hægt að senda póst á nymid@reykjavik.is

Scroll to Top