Starfsfólk skrifstofu Skóla- og frístundasviðsveitir fjölbreytta ráðgjöf og stuðning m.a. með miðlun upplýsinga á sérstökum vefsvæðum sem stutt geta við innleiðingu menntastefnunnar og stuðla að þróun og nýsköpun.
Menntastefna Reykjavíkurborgar hvetur okkur til að þróa skóla- og frístundastarf í skapandi lærdómssamfélag sem mætir þörfum 21. aldarinnar. Til þess að svo megi verða er mikilvægt að skóla- og frístundasvið hafi frumkvæði að því að skapa vettvang sem stuðlar að þróun þess. Með þátttöku í lærdómssamfélagi fær starfsfólk í skóla- og frístundastarfi tækifæri til að tengjast, miðla þekkingu og reynslu ásamt því að byggja upp traust og samvinnu.
Skóla- og frístundasvið og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér að skóla- og frístundasvið greiðir fyrir skipulag og utanumhald sértækra námskeiða og ráðgjöf og leiðsögn frá MVS til starfsstaða og MVS hýsir viðburði og kynnir starfsemi SFS á sviðinu. Má þar nefna viðburði þar sem menntastefnan og áhugaverðar rannsóknarhugmyndir fyrir meistaranema eru kynntar. Einnig viðburði þar sem nýsköpun og þróun í skóla- og frístundastarfi eru kynnt. Starfsstaðir geta óskað eftir að fá fræðslu og ráðgjöf frá kennurum á menntavísindasviði með því að hafa samband við Ester Ýr Jónsdóttur starfsþróunarstjóra á Menntavísindastofnun
ATH! Umsóknarfrestur fyrir sérsniðin námskeið hefur verið framlengdur til 7. desember 2020.
Í ljósi hertra sóttvarnarreglna þurfti að breyta fyrirkomulaga á sumarsmiðjum fyrir kennara. Stór hluti námskeiða var haldinn með glæsibrag í stærri rýmum og á fjarnámskeiðum.
Við mælum með því að allir mæti á fjarnámskeið 15 min áður en þau eiga að hefjast til að tryggja að losað hafi verið um tæknilegar flækjur þegar að námskeiðið hefst.
*Ath. vegna fjarnámskeiða á Zoom!Opnið Zoom fundi í vafra (Fyrst þarf að smella á „launch meeting“ og síðan á „Start from your browser“) Ekki má hlaða Zoom forritinu niður á tölvuna ykkar.Leiðbeiningar um hvernig á að fara á Zoom fund
* Ath. vegna fjarnámskeiða á Google meet! Þátttakendur þurfa að vera skráðir inn á google reikning til að geta tekið þátt í námskeiðinu. Ekki er nauðsynlegt að um @gskolar.is reikning sé að ræða nema ef námskeiðið nýtir Google Classroom.
Ef það koma upp spurningar varðandi Sumarsmiðjur er hægt að senda póst á nymid@reykjavik.is