NýMið - Nýsköpunarmiðja menntamála

Nýsköpunarmiðja Menntamála (NýMið) hefur það hlutverk að veita starfsstöðum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar stuðning og ráðgjöf við innleiðingu menntastefnunnar, stuðla að samstarfi við háskóla um starfsþróun og veita stuðning við þróun og nýsköpun í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. NýMið tilheyrir  skrifstofu SFS og vinnur í nánu samstarfi við leikskóla-, grunnskóla-, og frístundaskrifstofu,  Mixtúru, Miðju máls og læsis,  Miðstöð útivistar og útináms sem og aðra starfsstaði SFS. 

Verkefni á vegum Nýsköpunarmiðju Menntamála
 
Aino Freyja Jarvela
Verkefnastýra listfræðslu

Yfirmaður stjórnenda skólahljómsveita Reykjavíkur, samstarf við tónlistarskóla í Reykjavík. Samstarf um barnamenningartengd verkefni, Skrekk, Barnamenningarhátíð  og List fyrir alla. Innleiðing tónlistarstefnu.a innan og utan SFS

 
Fríða Bjarney Jónsdóttir
Deildarstýra

Stuðningur, fræðsla og ráðgjöf við starfsstaði skóla- og frístundasviðs vegna innleiðingar menntastefnu. Kemur að starfsþróun, símenntun, ráðgjöf, nýsköpun og þróun skóla- og frístundastarfs í samstarfi við aðila innan og utan SFS.

 
Eva Halldóra Guðmundsdóttir
Verkefnastýra barnamenningar hjá SFS og MÍR 

Stýrir viðburðum og verkefnum sem tengja saman börn og menningu s.s. Skrekk, Barnamenningarhátíð og fleira. Miðlar upplýsingum, veitir ráðgjöf og stuðning um menningartengd verkefni og sinnir samstarfi við menningarstofnanir innan og utan Reykjavíkurborgar. Leysir af Hörpu Rut Hilmarsdóttur til 1. júní 2024

 
Harpa Rut Hilmarsdóttir
Verkefnastýra barnamenningar hjá SFS og MÍR 

Stýrir viðburðum og verkefnum sem tengja saman börn og menningu s.s. Skrekk, Barnamenningarhátíð og fleira. Miðlar upplýsingum, veitir ráðgjöf og stuðning um menningartengd verkefni og sinnir samstarfi við menningarstofnanir innan og utan Reykjavíkurborgar. Í námsleyfi til 1. júní 2024.

 
Hjörtur Ágústsson
Verkefnastjóri Alþjóðasamstarfs og styrkja. 

Umsjón með alþjóðasamstarfi og yfirsýn yfir innlenda og erlenda styrkjamöguleika. Veitir stuðning og ráðgjöf við starfsstaði skóla- og frístundasviðs vegna umsókna, umsýslu alþjóðaverkefna og stærri innlendra og erlendra  þróunarverkefna. Staðgengil yfirmanns NýMið og tekur þátt í verkefnum sem tengjast innleiðingu Menntastefnu. 

 
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
Verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur.

 Ráðgjöf, stuðningur og fræðsla til starfsstaða skóla- og frístundasviðs um málefni er varða jafnrétti og kynheilbrigði. Stýrir og ber ábyrgð á kynheilbrigðisátakinu Viku6.
Stýrir ráðgjafa- og viðbragðsteymi borgarinnar vegna óæskilegrar kynhegðunar og kynferðisofbeldis í skóla- og frístundastarfi. Mannréttindafulltrúi SFS.

 
Margrét Björnsdóttir
Forstöðukona skólasafna

Skráir og flokkar nýtt efni, íslenskt og erlent, fyrir skólasöfn grunnskólanna. Veitir ráðgjöf varðandi bókakaup og innkaup annars efnis. Er með ráðgjöf um uppsetningu safnkosts og grisjun úrelts efnis. Miðlar upplýsingum og hugmyndum í safnavinnu og heldur utan um fræðslu- og samráðsfundi fyrir starfsfólk skólasafnanna.

 
Maríanna Guðbergsdóttir
Verkefnastýra í Jafnréttisskólanum. 

Ráðgjöf, stuðningur og fræðsla um jafnréttis- og mannréttindamál til stjórnenda og starfsfólks á skóla- og frístundasviði. Stýrir verkefninu Ertu normal? og heldur utan um starfshóp um kynjaða fjárhags- og starfsáætlunargerð á SFS.

Scroll to Top
Scroll to Top