Nýsköpunarmiðja Menntamála (NýMið) hefur það hlutverk að veita starfsstöðum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar stuðning og ráðgjöf við innleiðingu menntastefnunnar, stuðla að samstarfi við háskóla um starfsþróun og veita stuðning við þróun og nýsköpun í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. NýMið tilheyrir skrifstofu SFS og vinnur í nánu samstarfi við leikskóla-, grunnskóla-, og frístundaskrifstofu, Mixtúru, Miðju máls og læsis, Miðstöð útivistar og útináms sem og aðra starfsstaði SFS.
Stuðningur, fræðsla og ráðgjöf við starfsstaði skóla- og frístundasviðs vegna innleiðingar menntastefnu. Kemur að starfsþróun, símenntun, ráðgjöf, nýsköpun og þróun skóla- og frístundastarfs í samstarfi við aðila innan og utan SFS.
Verkefnastjóri barnamenningar hjá SFS og MOF (Menningar- og ferðamálasviði).
Stýrir viðburðum og verkefnum sem tengja saman börn og menningu s.s. Skrekk, Barnamenningarhátíð og fleira. Miðlar upplýsingum, veitir ráðgjöf og stuðning um menningartengd verkefni.
Hefur yfirsýn yfir þátttöku sviðsins í alþjóðaverkefnum og styrkjamöguleika. Stuðningur og ráðgjöf við starfsstaði skóla- og frístundasviðs vegna umsókna, umsýslu alþjóðaverkefna og stærri innlendra og erlendra þróunarverkefna.
Ráðgjöf, stuðningur og fræðsla um jafnréttismál til starfsstaða skóla- og frístundasviðs. Sinnir einnig ráðgjöf og fræðslu til barna í sérstökum tilvikum. Kolbrún er mannréttindafulltrúi SFS.
Skráir og flokkar nýtt efni, íslenskt og erlent, fyrir skólasöfn grunnskólanna. Veitir ráðgjöf varðandi bókakaup og innkaup annars efnis. Er með ráðgjöf um uppsetningu safnkosts og grisjun úrelts efnis. Miðlar upplýsingum og hugmyndum í safnavinnu og heldur utan um fræðslu- og samráðsfundi fyrir starfsfólk skólasafnanna.