Menntamálastofnun er með vef sem kallast Landafræði tónlistarinnar. Markmiðið er að kynna fyrir íslenskum nemendum menningu og tónlist sem er þeim framandi. Áhersla er lögð á að kynna ekki bara tónlistina heldur einnig það menningarlega samhengi sem tónlistin er sprottin úr. Námsefnið er fyrir nemendur á unglingastigi.