Árið 2023 gaf Miðstöð menntunar og skólaþjónustu út bókina Orð eru ævintýri í samvinnu við Miðju máls og læsis hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, leikskólana Laugasól og Blásalir, Austurbæjarskóla og námsbrautar í talmeinafræði við Háskóla Íslands.
Um er að ræða rafbók, hugmyndabanka fyrir leik- og grunnskóla, tungumálavef og mynda- og orðaspjöld. Allt nýtist þetta gífurlega vel í að efla orðaforða barna í leikskólum og nemenda sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku sem öðru tungumáli.
Einnig er hægt að nálgast námsefnið á vef Menntamálastofnunar.