Á síðu Barnaheilla er að finna handhægt fræðsluefni fyrir kennara og foreldra um kynferðisofbeldi.
Teiknimyndirnar Líkami minn tilheyrir mér fræða börn um kynferðisofbeldi, að slíkt sé aldrei þeim sjálfum að kenna og að það sé gagnlegt að segja einhverjum fullorðnum frá sem þau treysta.
Til að samtalið við börnin verði sem gagnlegast þurfa kennarar að kynna sér efnið mjög vel til að geta lagað það að því vinnulagi sem virkar best fyrir hvern barnahóp. Gefa þarf börnunum gott svigrúm fyrir ígrundun og spurningar, svo þau geti komið í orð því sem þau hafa lært og því sem þau eru að hugsa.