Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Handbók fyrir leiklistarkennslu

Bókin Leikur, tjáning, sköpun er ætluð þeim sem leggja leiklistarkennslu fyrir sig. Hún nýtist bæði sem handbók og hugmyndabanki í kennslunni. Þungamiðja bókarinnar er skipulag kennslu á unglingastigi. Þar er önninni skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er grunnur lagður og hugmynd að verki fæðist. Í miðhluta eru spunaæfingar og safnað í sarpinn fyrir sýningu. Í lokahluta er leikritið æft og sýnt. Auðvelt er að heimfæra þetta skipulag upp á styttri eða lengri námskeið eða aðra aldurshópa. Í bókinni er einnig sérstakur kafli um raddbeitingu.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni
Markhópur Leiklistarkennarar
Viðfangsefni Leiklist, Leiklistarkennsla, Skapandi hugsun, Skapandi ferli, Sköpun, Menning, Listir
Scroll to Top