Heilbrigði

Námskeið fyrir tengiliði farsældar

Á fræðslutorgi Barna- og fjölskyldustofu er að finna ýmis námskeið og fræðslu m.a. grunn- og framhaldsnámskeið fyrir tengiliði farsældar.

Á grunnnámskeiði fyrir tengiliði farsældar barna er áhersla lögð á grunnatriði varðandi hlutverk tengiliða og á framhaldsnámskeiðinu er byggt ofan á viðfangsefni grunnnámskeiðsins.

Tenging við menntastefnu Heilbrigði
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni, Myndbönd, Verkefni
Markhópur Tengiliðir farsældar, Starfsfólk leikskóla, Starfsfólk grunnskóla, Starfsfólk frístundaheimilis, Starfsfólk félagsmiðstöðva
Viðfangsefni Farsældarlögin, Farsæld barna, Tengiliður, Námskeið, Samvinna
  • Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna - Kynning

  • Grunnnámskeið fyrir tengiliði farsældar

    Grunnnámskeið fræðslu tengiliða felur í sér grunnkynningu á farsældarlögunum og fjallað er ítarlega um hlutverk tengiliða farsældar. Einnig verður farið yfir það hvar hlutverk tengiliðar farsældar endar og málstjóri tekur við ásamt leiðbeiningum um það hvert skuli leita eftir ráðgjöf.

    Gert er ráð fyrir að áhorf myndbanda og ígrundun ítarefnis taki um það bil tvær klukkustundir í heildina.

  • Framhaldsnámskeið fyrir tengiliða farsældar

    Á framhaldsnámskeiði tengiliða farsældar verður byggt ofan á grunnnámskeið tengiliða farsældar og kafað enn dýpra ofan í hlutverkið og áskoranir sem því fylgja. Einnig verður farið yfir hagnýtar aðferðir og verkfæri sem tengiliðir geta nýtt í vinnu sinni með börnum og foreldrum. Í lokin eru nokkur dæmi þar sem tengiliðir fá tækifæri til að reyna sig áfram í lausn áskoranna sem börn og foreldrar geta glímt við.

    Gert er ráð fyrir að áhorf myndbanda og ígrundun ítarefnis taki um það bil tvær klukkustundir í heildina.

Scroll to Top