Sjálfsefling

Ábyrgt og jákvætt samfélag á miðstigi

Um er að ræða verkefni sem ætlað er að mæta þeirri áskorun að koma á inngildandi samfélagi þar sem nemendur fá tækifæri til að þroskast jákvætt félagslega og finna að þeir tilheyri hóp þar sem ríkir samkennd og einhugur.

Verkefnið miðar að vinnu á miðstigi grunnskólans, 5.-7. bekk. Að auki er ætlunin að efla samstarf innan hverfis og stuðla að virkari þátttöku barna og foreldra þeirra. Áskorun í okkar samfélagi er að efla félagsfærni og bæta samskipti og um leið koma í veg fyrir einelti of félagslega einangrun meðal nemenda. Markmiðið er einnig að þróa leið sem önnur hverfi geta nýtt til að bæta samskipti og samvinnu.

Þátttakendur eru: Vesturmiðstöð, Hlíðaskóli, Háteigsskóli, félagsmiðstöðvarnar Gleðibankinn og 105 og íþróttafélagið Valur.

Verkefnastjóri er Guðrún B. Ragnarsdóttir.

Verkefnið hlaut 4.000.000 kr. styrk úr B-hluta þróunarsjóðar 2025-2026.

Tenging við menntastefnu Sjálfsefling
Starfsstaður Frístundastarf, Grunnskóli
Skólaár 2025-2026
Scroll to Top