Læsi

HugSmiðja – Hugsandi skólasamfélag

Læsi í víðu samhengi, skapandi hugsun og notkun stafrænnar tækni eru sífellt mikilvægari þættir í námi. Í verkefni til þriggja ára viljum við byggja upp skólasöfn sem styðja við 21. aldar kennsluhætti, ekki eingöngu til hefðbundins hlutverks þeirra m.t.t. bókakosts, heldur einnig á tækni- og tækjakost þeirra m.t.t. stafrænnar umbreytingar. Með auknu aðgengi að stafrænni tækni í menntun barna eflum við stafræna hæfni og borgaravitund þeirra og stuðlum við að því að nemendur verða virkir þátttakendur í starfrænu samfélagi.   

Grandaskóli og Rimaskóli vilja setja á fót HugSMiðjur sem fela í sér nýja nálgun á skólabókasöfn og kennsluhætti í grunnskólum. Þær færa starfsfólki skólanna aðstöðu til að sinna tækni- og nýsköpunarmennt með framúrskarandi hætti. HugSMiðjur styðja við Menntastefnu Reykjavíkur með áherslu á læsi, sköpun, virkni og þátttöku nemenda og sjálfseflingu kennara og nemenda, fagmennsku og inngildandi menntun fyrir alla nemendur. Það er unnið í nánu samstarfi við háskólasamfélagið og mun stuðla að framþróun kennsluhátta í grunnskólum borgarinnar en einnig verður til dýrmæt reynsla í hönnun skólasafna 21. aldar skóla.  

Í breiðu samstarfi aðila úr skóla- og frístundastarfi annars vegar og háskólasamfélaginu hins vegar, er fagmennska og samstarf í öndvegi sett og grunnur lagður að öflugu lærdómssamfélagi fagfólks nemendum til heilla.  

Þátttakendur eru: Grandaskóli, Rimaskóli, Laugarnesskóli, Vesturmiðstöð, frístundaheimilið Undraland, Mixtúra, Nýmennt HÍ og Menntavísindasvið HÍ.

Verkefnastjórar eru Katrín Ásta Hafsteinsdóttir, Grandaskóla og  Þóranna Rósa Ólafsdóttir, Rimaskóla.

Verkefnið hlaut 8.000.000 kr. styrk úr B-hluta þróunarsjóðar 2025-2026.

Tenging við menntastefnu Læsi
Starfsstaður Grunnskóli
Skólaár 2025-2026
Scroll to Top