Fagmennska og samstarf

Hverfið okkar í nærmynd – rödd samfélagsins

Þetta verkefni veitir nemendum tækifæri til að kafa ofan í samfélag og menningu Grafarvogs á skapandi og gagnvirkan hátt. Með því að nýta sjónræna og hljóðræna miðla fá þeir að rannsaka sögu og menningu hverfisins og miðla því sem þeir uppgötva á eigin forsendum. Nemendur munu taka viðtöl við íbúa, listafólk og íþróttafólk og fá þannig innsýn í fjölbreyttan reynsluheim fólks sem býr og starfar í hverfinu. Markmiðið er að styrkja félagsleg tengsl og efla skilning á samfélaginu í kringum þá.

Í framhaldinu munu þeir framleiða kynningarefni sem vekur athygli á samfélaginu og hvetur til samtals milli ólíkra hópa. Með því að vinna saman — bæði innan og milli skóla og í samstarfi við íbúa Grafarvogs — byggja nemendur upp félagslegan þroska og læra mikilvægi samvinnu, virðingar og samfélagslegrar ábyrgðar.

Verkefnið byggir þannig á sterkum samfélagslegum og menntalegum grunni og styður við stefnu borgarinnar um að skapa opið, réttlátt og samheldið samfélag.

Þátttakendur eru: Borgaskóli, Engjaskóli, Víkurskóli, félagsmiðstöðin Vígyn, Mixtúra og HÍ.

Verkefnastjóri er Signý Traustadóttir.

Verkefnið hlaut 4.000.000 kr. styrk úr B-hluta þróunarsjóðar 2025-2026.

Tenging við menntastefnu Fagmennska og samstarf
Starfsstaður Frístundastarf, Grunnskóli
Skólaár 2025-2026
Scroll to Top