Læsi, Sköpun

Íslenskubrú Breiðholts

Íslenskubrú er þverfaglegt samráð allra fimm grunnskólanna í Breiðholti, íslenskuvers Breiðholts móttökudeildar Seljaskóla og Suðurmiðstöðvar til að mynda heildstæða og faglega umgjörð um íslenskunám nýkominna nemenda af erlendum uppruna. Markmið þróunarverkefnins Íslenskubrúar er að kennsluhættir taki mið af fjölmenningarlegum nemendahópi og að gott flæði sé í íslenskunámi nemenda frá fyrstu móttöku og að sjálfstæðri þátttöku þeirra í öllu skólastarfi. Mynda á samfellda brú í íslenskukennslu nemenda þar sem umsjónarkennarar, íslenskukennarar og kennarar allra námssviða taka þátt auk þess að efla samstarf heimila og skóla.

Á heimasíðu Íslenskubrúar Breiðholts er að finna afurðir frá samvinnu og samstarfi kennara og starfsfólki grunnskólanna í Breiðholti. Markmið Íslenskubrúar er að safna saman og útbúa verkfæri til að kennsluhættir taki mið af fjölmenningarlegum nemendahópi og að gott flæði sé í íslenskunámi nemenda frá fyrstu móttöku og að sjálfstæðri þátttöku þeirra í öllu skólastarfi.

Tenging við menntastefnu Læsi, Sköpun
Gerð efnis Ítarefni, Myndbönd, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur 6-9 ára, 9-12 ára, 13-16 ára og starfsfólk
Viðfangsefni Íslenska sem annað mál, Lestur og bókmenntir, Læsi og samskipti, Ritun og málfræði, Sköpun og menning, Talað mál, hlustun og áhorf
Scroll to Top