Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Brúðuleikhúsklúbbur

Það er góð skemmtun að búa til brúðuleikhús og einfalt að endurnýta kassa og efnisbúta frá frístundaheimilinu sem annars væri hent.

Brúðuleikhúsklúbbur 

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Ítarefni, Kveikjur, Myndbönd, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur 4-9 ára börn.
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Barnamenning, Læsi og samskipti, Samskipti, Samvinna, Sjálfstraust, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun, Styrkleikar, Talað mál, hlustun og áhorf, Umræður. Frístundalæsi.
  • Best er að byrja á því að útbúa svið. Hægt er að búa til svið fyrir brúðuleikhús á mjög einfaldan hátt úr pappakassa eða smíða kassa fyrir leikhúsið með börnunum fyrir þá metnaðarfullu.

    Þegar leikhúsið er tilbúið að er hægt að hefjast handa við að búa til söguna og persónurnar sem fram eiga að koma hverju sinni. Í kjölfarið er farið í að búa til brúður og þá getur reynst vel að nýta ýmislegt nytsamlegt úr lista- og föndurrými frístundaheimilisins.

    Margt er hægt á finna á vefnum um brúðugerð. Einnig er tilvalið að nota forritið Puppet Pals til þess að setja upp brúðuleikhús.

Scroll to Top