Á vefsíðunni Frístundalæsi er hægt að finna margvíslegt efni til að efla mál og læsi barna sem dvelja á frístundaheimilum.
Á vefsíðunni Frístundalæsi er hægt að finna margvíslegt efni til að efla mál og læsi barna sem dvelja á frístundaheimilum.
Vefsíðan er hugmyndabanki sem er getur verið stuðningur við starfsfólk frístundaheimila sem vilja efla mál og læsi barna í gegnum reynslunám og leik. Á vefnum er m.a. að finna tíu einföld atriði sem hvert frístundaheimili getur gert, margs konar leiki og verkefni fyrir börn og fræðsluefni fyrir starfsfólk.
Vefsíðunni hefur verið skipt í þær sjö tegundir læsis sem frístundaheimili vinna hvað mest með ; Félagslæsi, lista- og menningarlæsi, miðlalæsi, samfélagslæsi, vísindalæsi, náttúru- og umhverfislæsi og heilsulæsi. Einnig er stutt umfjöllun um hverja tegund læsis fyrir sig, hugmyndir sem hægt er að fylgja eftir í almennu starfi og hugmyndir að klúbbastarfi. Einnig er sagt frá fyrirmyndarklúbbum sem eru starfræktir eru á frístundaheimilum í borginni, spennandi þemadögum, uppbyggilegum smáforritum og ítarefni.