Mikilvægt er að allir þeir sem starfa með fjöltyngdum börnum og ungmennum tileinki sér jákvætt viðhorf til fjölbreyttra tungumála og leiðir til að sýna stuðning í verki. Starfsfólk í skóla- og frístundastarfi geta stuðst við sjálfsmatslista þegar kemur að því að meta stuðning við fjölbreytt tungumál í daglegu starfi.
Með því að gera tungumálastefnu er lagður grunnur að sáttmála um að viðurkenna og virða fjölbreytt tungumál. Viðhorf og sýn hefur áhrif á mótun sjálfsmyndar og þá tilfinningu barna að tilheyra og upplifa eigin tungumálaþekkingu sem raunverulega auðlind.