Sjálfsefling, Sköpun

Ég er einstakur/stök

Verkefnið Ég er einstakur/stök byggir á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna;  2. greininni um jafnræði barna og bann við mismunun og 7. greininnni um rétt sérhvers barns til nafns og ríkisfangs. Tilgangur verkefnisins er að börnin horfi inn á við, skoði styrkleika sína og finni hvað gerir þau einstök. Verkefnið hentar ungum grunnskólabörnum, t.d. í frístundastarfi. 

Höfundur verkefnisins er Lilja Marta Jökulsdóttir, forstöðukona í frístundaheimilinu Dalheimum.

 

 

Tenging við menntastefnu Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Verkefni
Markhópur 3-9 ára börn.
Viðfangsefni Sjálfsefling
Scroll to Top