Þessi gátlisti hentar vel fyrir ungt fólk sem veltir því fyrir sér hvenær þau eru tilbúin til að byrja að stunda kynlíf með öðrum. Gátlistinn er aðeins ætlaður fyrir unga fólkið til að skoða og svara fyrir sig sjálf, ekki til að skila inn eða lesa svörin upphátt.
Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gátlisti – Er ég tilbúið/n/nn til að byrja að stunda kynlíf?
Tenging við menntastefnu
Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Markhópur
13 -16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni
Forvarnir, Jafnrétti, Kynheilbrigði
-
Leiðbeiningar um notkun á gátlistanum
Það er enginn einn aldur réttur þegar kemur að því að stunda kynlíf með öðrum í fyrsta sinn. Það er margt sem getur haft áhrif á það hvenær einstaklingar eru tilbúnir og hvort aðstæður eru réttar. Gátlistinn er ætlaður til að hjálpa ungu fólki að meta hvort þau séu tilbúin til að byrja að stunda kynlíf með öðrum. Gátlistinn miðar að mörgu leyti við gagnkynhneigðar samfarir en getur þó átt við um allt kynlíf milli tveggja einstaklinga. Ef einhverjar spurningar eiga ekki við vegna kynhneigðar þá er þeim bara sleppt. Hvert ungmenni svarar fyrir sig en gott getur verið fyrir starfsfólk að benda þeim á að ef þau svara fleiri en tveimur spurningum neitandi þá eru þau líklega ekki alveg tilbúin til að byrja að stunda kynlíf með öðru fólki strax.