Skemmtilegur spurningaleikur út frá blöðungum Listasafns Reykjavíkur – tilvalið fyrir káta krakka eftir heimsókn á Ásmundarsafn og í Ásmundargarðinn.
Ásmundur Sveinsson (20. maí 1893 – 9. desember 1982) var íslenskur myndhöggvari sem er frægastur fyrir einföld formhrein verk sem mörg hafa verið stækkuð mikið og steypt sem minnismerki. Meðal verka hans má nefna Sonatorrek við Borg á Mýrum og Sæmund á selnum við Háskóla Íslands.