Myndband um hvað verður um skóla þegar stríð og hamfarir ganga yfir.
Í myndbandinu skoðar Ævar Þór Benediktsson, einnig þekktur sem Ævar vísindamaður, skólastarf við neyðaraðstæður. Ævar fær aðstoð Héðins Halldórssonar, sem starfar fyrir UNICEF með sýrlenskum börnum á flótta í Líbanon, og við heyrum sögur fimm barna sem flúið hafa átök í heimalöndum sínum. Börnin eiga það sameiginlegt að vilja mennta sig en fá ekki öll tækifæri til þess.