Er jörðin í hættu? Hvað getum við gert til að bæta tækifæri komandi kynslóða á jörðinni? Hvað þurfum við í raun og veru?
Jörð í hættu? er þverfaglegt þemaverkefni sem samþættir náttúru- og samfélagsgreinar. Verkefnið er nemendamiðað og er lögð áhersla á skapandi skil. Nemendur læra um nauðsynjar, loft, vatn, rusl og getu til aðgerða. Námsefnið samanstendur af kennslumyndböndum, verkefnum og sóknarkvörðum fyrir námsmat auk verkfærakistu fyrir skapandi skil og ítarlegum kennsluleiðbeiningum. Margrét Hugadóttir, sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein er einn af höfundum verkefnisins. Verkefnið kom út árið 2015 og var styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar.