Í þessum leiðbeiningum sem teknar voru saman af Jafnréttisskóla Reykjavíkur má finna ráðleggingar til starfsmanna í skóla- og frístundastarfi og foreldra um hvernig hægt er að ræða klám við börn á miðstigi.
Það er því miður staðreynd að stór hluti barna verður var við klám í sínu umhverfi á þessum aldri og því nauðsynlegt að foreldrar og fagfólk treysti sér til að ræða um klám.
Áður en svona samtal er tekið er gott að reyna að skapa þægilegt andrúmsloft og forðast að hafa augljósan valdamun í samtalinu milli ykkar og barnsins. Leggið áherslu á traust og virðingu og forðist að dæma.