Nektarmyndasendingar ungmenna eru ný birtingarmynd kynferðisafbrota.
Ungmenni eru oft undir þrýstingi um að senda og taka á móti kynferðislegum myndasendingum. Slíkum myndum er því miður oft deilt áfram og hætta á að þær fari í dreifingu á netinu – og jafnvel að þær endi á klámsíðum.
Undanfarið hefur einnig borið á því að fullorðnir einstaklingar hafa nálgast börn og unglinga í þeim tilgangi að kaupa af þeim kynferðislegar myndir. Viðkomandi hafa svo reynt að nálgast börnin enn frekar t.d. með því að gefa þeim gjafir eða hóta þeim að dreifa myndunum ef þau senda ekki grófara efni. Mikilvægt er að starfsfólk og foreldrar/forsjáraðilar séu meðvitaðir um hættuna sem þessu getur fylgt.
Hér má sjá Foreldrabréf_lokasem sent var til foreldra/forsjáraðila varðandi þessa nýju birtingarmynd kynferðisofbeldis og einnig er hér myndband þar sem staðan er útskýrð betur.
Foreldrabréf_polska
Foreldrabréf_enska
Foreldrabréf filippseyska
Heilbrigði
Ný birtingarmynd kynferðisbrota
Tenging við menntastefnu
Heilbrigði
Gerð efnis
Myndbönd
Markhópur
Starfsfólk og starfsþróun.
Viðfangsefni
Andleg og félagsleg vellíðan, Forvarnir, Jafnrétti, Kynheilbrigði, Líkamsímynd/líkamsvirðing, Mannréttindi, Samskipti, Samvinna, Sjálfsmynd