Umfjöllun og stutt myndbönd um þá áhættuhegðun sem felst í slagsmálum unglinga en rannsóknir hafa sýnt að ofbeldismenning er útbreidd í þessum aldurshópi.
Sprottið hafa upp síður á samfélagsmiðlum og lokaðir hópar þar sem birt eru myndbönd af unglingum, jafnvel grófum slagsmálum á meðan aðrir standa aðgerðarlausir og fylgjast með eða hvetja til dáða. Snúa þarf við því útbreidda viðhorfi að ofbeldishegðun sé eðlileg og jafnvel eftirsóknarverð.