Ef þú telur þig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi eða þá að þú hefur orðið vitni að kynferðilegu ofbeldi eða áreitni er mikilvægt að leita sér aðstoðar. Ef þú ert óviss um hvað felst í þessum hugtökum og vilt vita meira um þau getur verið gott að skoða hvað þessi hugtök þýða; kynferðisleg áreitni, kynferðislegt ofbeldi.
Það er alltaf gott að tala við fullorðinn aðila sem þú treystir um svona mál. Þú átt rétt á því að tjá þig um þínar áhyggjur og að á þig sé hlustað.