Félagsfærni

Kvenska, staðalmyndir og hugtök

Verkefni fyrir nemendur til að skoða kvenpersónur út frá ákveðnum feminískum hugtökum.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni
Gerð efnis Verkefni
Markhópur 13-16 ára
Viðfangsefni Jafnrétti, Staðalmyndir
  • Nemendur velja sér tvær kvenpersónur – af samfélagsmiðlum, úr sjónvarpsþáttaröð, kvikmynd eða bók. Sagt er frá persónunni, mynd og heimild látin fylgja. Nemendur greina persónuna með tilliti til eftirfarandi hugtaka:
    1. Hlutgerving
    2. Karlaugað
    3. Klámvæðing
    4. Kvenfyrirlitning
    5. Kynhlutverk
    6. Normalísering (á hverju?)
    7. Staðalmynd
    8. Valdatengsl
    Athugið að greiningin þarf að vera nákvæm og vel útskýrð svo við öll skiljum hvernig nemandinn er að hugsa greininguna. Það þarf að skilgreina hugtakið í greiningunni og beita því á viðkomandi viðfangsefni. Það er hægt að beita hugtaki þó svo að það eigi ekki við um myndina/týpuna – eins og ,,ekki er að finna klámvæðingu í týpunni því hún sýnir engar tilvísanir í klám, hvorki í hegðun né útliti heldur er…”

Scroll to Top