Læsi, Sjálfsefling

Fyrstu 1.000 orðin

Markmið verkefnisins er að fræða starfsfólk og foreldra um mikilvægi þess að efla málþroska og tungumálafærni barna (hlustun, málnotkun og tjáningu), að efla orðaforða barna á leikskólaaldri, skapa rauðan þráð í orðaforðavinnu allra leikskóla. Jafnframt að starfsfólk og kennarar í grunnskólum fái í hendurnar verkfæri með kennsluleiðbeiningum til að efla íslensku og stuðla að virku tvítyngi hjá fjöltyngdum börnum.

Þeir sem taka þátt í þessu samstarfsverkefni eru leikskólarnir Laugasól og Blásalir, Austurbæjarskóli og Miðja máls og læsis í samstarfi við Menntamálastofnun og námsbraut í talmeinafræði við HÍ.

Verkefnastjóri er Hanna Halldórsdóttir.

Skólaárið 2021-2022 fékk verkefnið 4.000.000 kr. styrk úr B-hluta þróunarsjóðs.

 

 

Tenging við menntastefnu Læsi, Sjálfsefling
Starfsstaður Grunnskóli, Leikskóli
Skólaár 2021-2022
Viðfangsefni Læsi, íslenska sem annað mál.
Scroll to Top