Í þessu myndbandi er fjallað um þróunarverkefni í leikskólanum Jöklaborg sem snerist um að efla félagsfærni, m.a. með því að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Markmið þróunarverkefnisins var að efla félagsfærni, sjálfshjálp, sjálfsmynd, hugrekki og hjálpsemi. Að þessum markmiðum var unnið í öllu daglegu starfi leikskólans.
Hver deild valdi sér verkefni sem hæfðu aldri barnanna til að efla þroska og byggja á fyrri reynslu barnanna.
Leikskólinn Jöklaborg er sex deilda leikskóli í Seljahverfi í Reykjavík með börn á aldrinum 1 árs til 6 ára. Leiðarljós leikskólans eru Gleði – Virðing – Sköpun.