Austur-Vestur-sköpunarsmiðjur eru þróunarverkefni sem unnið er í samstarfi Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla. Á vefsíðu verkefnisins má nálgast ítarlega upplýsingar um verkefnið.
Verkefnið hlaut styrk í B-hluta þróunar og nýsköpunarsjóðs Skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2019-2020, 2020-2021 og 2021-2022. Það fékk hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í flokki samstarfsverkefna 2021 og var tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna 2021 sem frábært þróunarverkefni.
Á síðu verkefnisins á vef menntastefnunnar má finna upplýsingar um verkefnið, allar skýrslur verkefnisins og útgefið efni sem tengist verkefninu.