Í þessu myndbandi er fjallað um skipulag á kvikmyndagerð á frístundaheimilinu Eldflauginni, s.s. handritagerð, tökur, leikstjórn og fl.
Það hefur verið markmið í Eldflauginni að veita starfsfólki þjálfun og búnað til að vinna framsækið, skapandi starf með börnum sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og vinnslu. Í gegnum sköpunarferlið fá börnin tækifæri til að uppgötva og þroska hæfileika sína og æfa sig í samvinnu við önnur börn. Að baki hverrar kvikmyndar er lengra ferli sem krefst þess að það ríki skýr sýn, lýðræðisleg vinnubrögð, samvinna og þrautseigja í hópnum. Börn sem taka þátt í slíku verkefni fá tækifæri til að þroska og efla leikni sína í tækni sem til þarf. Sjá má dæmi úr leik og kvikmyndagerð barnanna.
Læsi, Sköpun
Kvikmyndagerð í Stúdíó Eldflauginni
Tenging við menntastefnu
Læsi, Sköpun
Gerð efnis
Ítarefni, Myndbönd
Markhópur
Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni
Kvikmyndagerð, sköpun, kvikmyndalæsi, miðlalæsi, skapandi starf.
-
Kvikmyndagerð í Stúdíó Eldflauginni