Betra líf í Bústöðum er verkefni sem leggur áherslu á aukið heilbrigði barna og unglinga í Bústaðahverfi. Ákveðið var að fara í samstillt forvarnarátak allra sem koma að vinnu með börnum og unglingum í hverfinu ásamt foreldrafélögum skólanna, í samstarfi við Landlæknisembættið og HR.
Markmið verkefnisins var að bæta svefn hjá börnum og unglingum í hverfinu, þ.e. að þau næðu viðmiði um nægan svefn ásamt því að minnka neyslu á orkudrykkjum og rafsígarettum. Í þessu myndbandi kynnir Haraldur Sigurðsson framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýrar verkefnið.