Kynja- og hinseginfræðsla er mikilvæg á öllum skólastigum. Slík fræðsla leiðir til aukins skilnings á fjölbreytileika og dregur úr einelti. Niðurstöður rannsókna sýna að jafnréttisfræðslu er víða ábótavant. Markmiðið með þessu verkefni er að fá skipulagða yfirsýn og þekkingu á námsefni á sviði kynja- og hinseginfræða í leik- og grunnskólum til þess að auðvelda kennurum að kenna þessar greinar og þar með uppfylla skyldur laganna og aðalnámskrá grunnskólanna. Upplýsingum hefur verið safnað saman um kennsluefni í þessum fræðum á einum stað, skipt upp eftir aldurshópum og námsgreinum ásamt kafla með gagnlegu efni fyrir kennara og leiðbeinendur.
Félagsfærni, Sjálfsefling
Kynja- og hinseginfræði í leik- og grunnskólum
Tenging við menntastefnu
Félagsfærni, Sjálfsefling
Gerð efnis
Fræðilegt, Ítarefni, Kveikjur, Myndbönd, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur
1-16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni
Andleg og félagsleg vellíðan, Jafnrétti, Mannréttindi, Sjálfsmynd, Sjálfstraust, Staðalmyndir, Hinsegin
-
Kennsluefni fyrir kynja- og hinseginfræði í leik- og grunnskólum
Attachment default URL: