Ritunarverkefnið Glæpavettvangur var unnið af íslenskukennurum á miðstigi í Norðlingaskóla í anda leiðsagnarnáms og stuðst var við hugmyndafræði ,,rætt til ritunar” eða Talk for writing. Nemendur settu sig í spor rannsóknarlögreglu og unnu ýmis ritunarverkefni sem tengdust glæpavettvangi. Einnig settu nemendur sig í spor fréttamanna og rituðu fréttir af glæpnum.
Í þessu myndbandi kynna þau Unnur Viktorsdóttir kennari á miðstigi í Norðlingaskóla og nemendur verkefnið.