Í þessu myndbandi segir Hanna Rún Eiríksdóttir frá aðferðum til tjáskipta í Klettaskóla. Hún fjallar um nýtt tjáskiptaforrit, TD Snap, sem hún hefur þýtt og staðfært á íslensku og greinir frá því hvernig það hefur reynst nemendum í Klettaskóla.
Forritið verður kynnt stuttlega auk þess sem sýnd verða myndbönd þar sem nemendur nota tjáskiptatölvu til að tjá sig.
Hanna Rún Eiríksdóttir hlaut nýlega Íslensku menntaverðlaunin fyrir framlag sitt til tjáskiptakennslu í Klettaskóla.