Í þessari skýrslu Íslenskrar málnefndar (höf. Ágústa Þorbergsdóttir) er greint frá nýmælum í málfari sem eiga að stuðla að kynhlutlausu máli og vandkvæðum við að ná fram kynhlutleysi í íslensku. Þá er einnig fjallað um hlutverk stjórnvalda við að stuðla að tiltekinni málnotkun og bent á að allar opinberar tilraunir til málstýringar kosta bæði vinnu og fjármuni.
Meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni er hvað er kynhlutlaust mál og hvað er hefðbundin íslensk málnotkun.