Fjarkennsla í eðlisfræði í unglingadeild Norðlingaskóla – stuðst við Khan Academy.
Í samkomubanni haustið 2020 var farið af stað með fjartíma í eðlisfræði í 10. bekk. Ánægja var með þetta fyrirkomulag og þegar nemendur gátu farið að mæta í skólann aftur þá var ákveðið að halda áfram með fjartímana ásamt stuðningstímum í skólanum.
Fjartímarnir eru yfirleitt byggðir upp þannig að við horfum saman á kennslumyndband í gegnum google-meet og hver einstaklingur svarar svo spurningum eftir það. Kennari fylgist með öllum svörum, gefur endurgjöf og aðstoðar.
Í þessu myndbandi greinir Víðir Þorsteinsson kennari í Norðlingaskóla frá fjarkennslunni.