Í þessu myndbandi er kynnt samvinna LoVe-teymisins (list- og verkgreinakennarar) við uppfærslu á leikriti 7. bekkjar í Melaskóla. Farið er í allt ferlið, frá smiðjum til sýningar.
LoVe-teymið skipa list- og verkgreinakennararnir: María Oddný Sigurðardóttir, Svava María Þórðardóttir, Marta Hrafnsdóttir, Sesselja G. Magnúsdóttir, Magnús Valur Pálsson, Sonný Hilma L. Þorbjörnsdóttir, Sigrún Baldursdóttir og Sveinn Bjarki Tómasson.
Verkefnið hefur fengið þróunarstyrk skóla- og frístundaráðs.