Félagsfærni

Lýðræðislegar bekkjarumræður og viðhorf til réttinda innflytjenda

Fræðigrein eftir Sigrúnu Aðalbjarnardóttur og Evu Harðardóttur í Netlu um sýn nemenda á lýðræðislegar bekkjarumræður og viðhorf til innflytjenda.

Í greininni er gerð grein fyrir rannsókn þeirra Sigrúnar og Evu en þær könnuðu viðhorf nemenda 11-18 ára til mannréttinda og möguleika innflytjenda með hliðsjón af því hvaða tækifæri þeir telja sig hafa til þátttöku í lýðræðislegum umræðum í bekkjarstarfi. Rannsóknin var hluti af stærra rannsóknarverkefni: Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi. Spurningalistar voru lagðir fyrir alls 1.414 nemendur, 11, 14 og 18 ára . Helstu niðurstöður eru þær að nemendur sem töldu sig hafa meiri tækifæri til lýðræðislegrar umræðu í sínum bekk voru líklegri til að hafa jákvætt viðhorf til réttinda innflytjenda í samfélaginu.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun.
Viðfangsefni Lýðræði, mannréttindi, innflytjendur, umræður.
Scroll to Top