Líkamsvirðing er að bera virðingu fyrir líkama sínum og annarra. Það þýðir að við hugsum vel um líkama okkar og hugsum fallega til hans. Við lærum að tengjast honum, hlusta á hann og bera virðingu fyrir því hvað hann er vitur, sterkur og duglegur. Við reynum ekki að breyta honum eða sigra hann. Líkaminn er ekki vandamál sem ber að laga eða óvinur sem þarf að sigra. Við eigum eftir að búa í líkamanum okkar alla ævi. Það er skiptir miklu máli að okkur líði vel þar. En til þess að allir hafi jöfn tækifæri til að líða vel í eigin skinni þarf að skapa umhverfi þar sem allir líkamar eru velkomnir. Það er grundvallaratriði.
Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Kroppurinn er kraftaverk – líkamvirðing fyrir börn
Tenging við menntastefnu
Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis
Kveikjur, Vefsvæði
Markhópur
1-12 ára börn.
Viðfangsefni
Heilbrigði, líkamsvirðing, líkamsímynd, kynfræðsla, líkamleg færni, sjálfsmynd, sjálfstraust.