Í þessari grein eftir Hrafnhildi Eiðsdóttur og Jóhönnu Einarsdóttur er fjallað um rannsókn á hugmyndum fjögurra kennara um sköpunarkraft í kennslu. Gildi og tilgangur rannsóknarinnar fólst í að varpa ljósi á sköpunarkraft í skólastarfi og fá fram hugmyndir um hvernig byggja má á sköpunarkrafti í kennslu. Gengið er út frá því að sköpunarkraftur byggi á ímyndunarafli og að með því að beita honum í skólastarfi verði til nýr skilningur sem gefi lærdómsferlinu persónulegt gildi fyrir hvern og einn.